Fimmtudaginn 10. febrúar verður Morgunkorn Upplýsingar haldið í Þjóðarbókhlöðu og hefst með morgunsnarli kl. 8: 30. Ætlunin er að ljúka því um kl. 9:45. Verð er kr. 1000 fyrir félagsmenn og 1500 fyrir aðra. Athugið að ekki er lengur hægt að greiða með greiðslukorti.
 
Námið í bókasafns- og upplýsingafræðum við HÍ
Ágústa Pálsdóttir prófessor við Háskóla Íslands mun halda erindi um námið í bókasafns- og upplýsingafræðum. Fagnefnd Upplýsingar mun svo kynna niðurstöður úr könnun sem send var út á félaga Upplýsingar um viðhorf til náms og kennslu í bókasafns- og upplýsingafræðum.


Skráning hér