Jónas Sigurðsson frá Gagnavörslunni mun halda fyrirlestur um nýjustu þróun rafrænna upplýsingastýringakerfa. Hvernig hugbúnaðurinn er að þróast ört í burt frá hefðbundinni skjalastjórnun „Document Management“ byggt á hugtökum pappírsskjala í víðtækari lausnir (ECM) sem geta betur fangað nútíma upplýsingar í rafrænu umhverfi eins og tölvupóst, MSN, ljósmyndir, vídeó, kortaupplýsingar, o.s.frv. Mun hann fara yfir skemmtilegar hugmyndir sem finna má í mörgum nýjustu veflausnum þar sem efnisorð og „tagging“ er notað á skapandi máta sem gefur góða sýn inn í þá óteljandi möguleika sem framtíðin getur falið í skauti sér fyrir þá sem hafa áhuga á stjórnun upplýsingar. Einnig mun hann fjalla lítillega um áherslumun hugbúnaðarfólks og upplýsingafræðinga sem m.a. má glögglega sjá í stöðlum eins og Moreq2 og slíkum tilraunum til að forma flokkunarkerfi rafrænna gagna.
Magnús H. Guðjónsson framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja mun fjalla um notkun þeirra á Core-2 skjalavörslukerfinu og hvernig það nýtist litlum og meðalstórum stofnunum með mikið skjalamagn.