Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 12. apríl kl 8:30 – 9:45 á Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.

Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafnsins í Stykkishólmi segir okkur frá flutningum safnsins í nýtt húsnæði þess.

Morgunkorninu verður að venju, streymt beint á YouTube. Upplýsingar um slóð á streymið mun birtast á Facebooksíðu Upplýsingar.

Aðgangur að Morgunkorni er GJALDFRJÁLS fyrir félagsmenn, aðrir greiða 1000kr.
Sendið tölvupóst á [email protected] fyrir greiðsluupplýsingar.
Vekjum athygli á að stofnanaaðild í félaginu gefur stofnun kost á að senda einn starfsmann frítt á Morgunkorn.

Skráningu lýkur kl 16:00 þriðjudaginn 10. apríl.

Smellið hér til að skrá ykkur.