Af óviðráðanlegum orsökum þarf að fresta morgunkorninu sem átti að vera 12.nóvember um viku. Það verður haldið 19.nóvember í staðin og verður í formi fjarfundar vegna Covid-19 samverutakmarkana. Upptaka af morgunkorninu verður síðan aðgengileg á Youtube rás Upplýsingar. Allir sem skrá sig fá sent fundarboð á fjarfundinn.

Morgunkornið mun fjalla um innleiðingu á nýju kerfi sem mun halda utan um rannsóknir íslenskra vísindamanna, svokallað CRIS (Current Research Information System) kerfi og hefur PURE kerfið frá Elsevier verið valið. Sigurgeir Finnsson verkefnisstjóri á Lbs-Hbs og Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður munu kynna verkefnið.

Innleiðing á rannsóknarupplýsingakerfi fyrir Ísland er nú í fullum gangi og gert er ráð fyrir að kerfið opni formlega snemma árs 2021. Til að byrja með er áætlað að 10 stofnanir eigi aðild að kerfinu, háskólarnir sjö, ásamt Landspítala, Keldum og Árnastofnun. Seinna mun fleiri íslenskum rannsóknastofnunum gefast kostur á að gerast aðilar að kerfinu. Umsjón og rekstur verður hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Kerfinu er ætlað að halda utan um rannsóknarstarf í íslenskum háskólum og rannsóknastofnunum. En til þess að kerfið verði gagnlegt og endurspegli raunverulegt rannsóknarstarf á Íslandi þarf skráning og utanumhald í kerfinu að vera fyrsta flokks. Þar koma upplýsingafræðingar sterkt inn með sína sérþekkingu og líta má á þetta sem kjörið tækifæri fyrir háskólabókasöfn til benda á mikilvægi sitt í rannsóknarsamfélaginu.

Skráning fer fram hér