Upplýsing býður félagsmönnum til morgunkorns, fimmtudaginn 13. febrúar
2014 í Bókasafni Menntavísindasviðs HÍ. Boðið verður upp á kaffi og
morgunsnarl að venju. Hér er skráningarslóðin, https://docs.google.com/forms/
d/
1PV9lIEQqulZuWtT3p1UiwCq5qLxxB
pVBKCSNW5-DEks/viewform

Hrafn H. Malmquist, fjallar um Wikipediu almennt, segir frá sögu og
þróun hinna fjölbreyttu verkefna WikiMedia. Hann ræðir grunnreglur
Wikipedia-verkefnanna, sem nefndir eru máttarstólparnir, meðal annars að
umfjallanir séu hlutlægar, að hægt sé að sannreyna staðhæfingar og að
efni sé frjálst.  Því næst fjallar hann um íslensku Wikipediu og þróun
með vísanir í tölur og með frásögn.  Að lokum segir hann frá möguleika
bókasafna á að taka þátt í  uppbyggingu Wikipediu og nefnri dæmi að
utan.

Hrafn H. Malmquist, umsjónarmaður Rafhlöðunnar og Doktorsritgerðaskrár
hjá Landsbókasafni Íslands ? Háskólasafni, útskrifaðist með MLIS-gráðu
frá HÍ í febrúar 2013 og hafði fyrir BA-gráðu í stjórnmálafræði. Hann
hóf störf við skylduskiladeild Landsbókasafns Íslands ? Háskólasafns á
árinu 2013 þar sem hann sérhæfir sig í rafrænu efni. Hann er varamaður í
stjórn Upplýsingar.

Staður: Bókasafn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð
Stund: 8:30-9:30
Ókeypis fyrir félagsmenn. Utanfélagsmenn kr. 1500.