Hvað eru skylduskil og hvaða tilgang hafa þau?
Næsta morgunkorn Upplýsingar verður þann 13. október kl. 9 – 10 á Landsbókasafni.
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, fagstjóri skylduskila og gjafa á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni kynnir fyrir okkur skylduskil.
Eitt af hlutverkum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem þjóðbókasafns, er að safna öllu efni sem út er gefið eða ætlað er til dreifingar á Íslandi og varðveita það efni til framtíðar sem hluti af hinum íslenska menningararfi. Til stuðnings því hlutverki hafa verið sett lög um skylduskil, nú í gildi lög nr. 20/2002.
Kristjana mun fræða okkur um hvað skylduskil eru nákvæmlega og hvernig þau virka.
Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir um að skrá sig hér að neðan.