Aðgengi að rafrænu efni og framtíð hljóðbóka
Fimmtudaginn 14. október verður Morgunkorn Upplýsingar í Þjóðarbókhlöðu og hefst það með morgunsnarli kl. 8:30. Ætlunin er að ljúka því um 9:45. Verð er 1000 kr. fyrir félagsmenn og 1500 kr. fyrir aðra. Athugið að ekki er lengur hægt að greiða með greiðslukorti. SKRÁ MIG HÉR. Skráningu lýkur kl. 14:00 á miðvikudag.


Pálína Magnúsdóttir frá bókasafni Seltjarnaness mun halda fyrirlestur um aðgengi að rafrænu efni á almenningsbókasöfnum. Innblásturinn fær hún frá ráðstefnunni Aðgangur að rafrænni Evrópu í gegnum almenningsbókasöfn sem hún sótti fyrir skömmu. Mun hún skoða efnið út frá hlutverki, ímynd og stefnumótun bókasafna. Einnig mun Aðalsteinn Magnússon frá hlusta.is halda fyrirlestur um hljóðbækur og hvernig þau hjá hlusta.is sjá framtíðina.