Miðvikudaginn 14. september verður fyrsta morgunkorn vetrarins, þetta er svolítið frávik frá því sem verður en ætlunin er að hafa 2 fimmtudag mánaðarins eyrnamerktann morgunkornum. Að venju verður morgunkornið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu (á fyrstu hæð). Morgunkornið hefst með morgunkaffi klukkan 8:30 en fyrirlestrarnir hefjast klukkan 8:45. Það kostar 1000 kr. fyrir félaga í Upplýsingu en 1500kr. fyrir aðra. Opið er fyrir skráningu á vef Upplýsingar eða á þessari slóð https://upplysing.is/Default.asp?Page=437
Dagskrá morgunkornsins:
8:30-8:45 kaffi og morgunsnarl
8:45-9:05 Kristín Viðarsdóttir og Auður Rán Þorgeirsdóttir (verkefnastjórar) kynna verkefnið bókmenntaborg UNESCO 2011
9:10-9:25 Siggerður Ólöf Sigurðardóttir formaður Félags fagfólks á skólasöfnum fjallar um aðkomu skólasafna grunnskólanna að nafnbótinni bókmenntaborg UNESCO 2011
9:25-9:45 Umræður
Ég hvet alla sem geta komist til að drífa sig á morgunkorn Upplýsingar
Með kveðju,
Hrafnhildur Hreinsdóttir
[email protected]
GSM: +354 894 8101