Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 16. nóvember kl 8:30 – 9:45 á Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ.
 
Katrín Níelsdóttir, upplýsingafræðingur á Bókasafni Reykjanesbæjar, heldur erindi um MIS verkefni sitt í Upplýsingafræði. Lokaverkefni hennar heitir, Are we social enough for social media? A study of social media use within Icelandic public libraries, og er aðgengilegt á Skemman.is.
Í rannsókn sinni skoðaði hún hlutverk og notkun samfélagsmiðla á bókasöfnum.

Morgunkorninu verður að venju, streymt beint á YouTube og munum við auglýsa tengil á streymið fljótlega.

Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn, aðrir greiða 1000kr.
Sendið tölvupóst á [email protected] fyrir greiðsluupplýsingar.
Vekjum athygli á að stofnanaaðild í félaginu gefur stofnun kost á að senda einn starfsmann frítt á Morgunkorn.

Skráningu lýkur kl 16:00 þriðjudaginn 14. nóvember.