Fyrsta Morgunkorn Upplýsingar árið 2022 verður haldið 17. febrúar næstkomandi kl. 9 á Teams.
Umfjöllunarefnið er Bókasafnasjóður, tilurð hans og aðdragandi að fyrstu úthlutun sem var í janúar sl. en frestur til að sækja um fyrir næstu úthlutun er 15. mars nk.
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Pálína Magnúsdóttir borgarbókavörður koma á fundinn og segja frá málefnum bókasafnasjóðs.