Staða stéttar – pallborðsumræður

Næsta morgunkorn Upplýsingar verður þann 26. janúar kl. 9.15 – 10.30 á Landsbókasafni.

Undanfarið hafa verið umræður um stöðu stéttarinnar. Á morgunkorni að þessu sinni verða pallborðsumræður. Húsið opnar kl. 9.15 með kaffiveitingum og svo hefst pallborðið stundvíslega kl. 9.30.

Til þess að ræða þessi mál koma að pallborði: Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, landsbókavörður, Sveinbjörg Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Landskerfis bókasafna, Pálína Magnúsdóttir, borgarbókavörður, Ágústa Pálsdóttir, prófessor í Upplýsingafræði við Háskóla Íslands, Vigdís Þormóðsdóttir, bókasafni Háskólans í Reykjavik og Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar, formaður SBU. Þórný Hlynsdóttir, formaður Upplýsingar stýrir pallborði.

Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 24. janúar kl. 16.00.