Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður fimmtudaginn 7. mars n.k., kl. 8.45 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu.
Margrét Sigurgeirsdóttir safnastjóri RÚV og formaður Upplýsingar mun fjalla um varðveislumál og miðlun sjónvarps- og útvarpsefnis með hliðsjón af arfleifð Halldórs Laxness. Reifaður verður sá vandi sem við er að etja, auk þess sem veitt verður innsýn inn í þau auðævi sem þarna finnast og þann raunveruleika sem RÚV býr við varðandi aðgengi og miðlun efnisins jafnt til rannsókna og almennings
Verðið er 1000 krónur fyrir félagsmenn en 1500 fyrir aðra


Skráning hér: https://upplysing.is/Default.asp?Page=409