Fimmtudaginn 9. september verður Morgunkorn Upplýsingar í Þjóðarbókhlöðu og hefst með morgunsnarli kl. 8: 30. Ætlunin er að ljúka því um kl. 9:45. Verð er kr. 1000 fyrir félagsmenn og 1500 fyrir aðra. Athugið að ekki er lengur hægt að greiða með greiðslukorti. Skráning á hér

Next Library er þriggja ára samnorrænt verkefni almenningsbókasafna á öllum Norðurlöndunum, Árósa, Óslóar, Stokkhólms, Helsinki ásamt þremur bókasöfnum á Íslandi, um hvernig við getum mótað framtíð bókasafnanna. Bókasöfnin sem taka þátt í verkefninu á Íslandi eru Borgarbókasafn Reykjavíkur, Bókasafn Kópavogs og Amtsbókasafnið á Akureyri. Styrkur fékkst til þessa verkefnis frá Nordisk Kulturfond.


Guðríður Sigurbjörnsdóttir, Borgarbókasafni, Hrafn A. Harðarson, Bókasafni Kópavogs, Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, Borgarbókasafni og Pia Viinikka Norræna húsinu ætla að miðla áfram þeim innblæstri sem þau fengu á verkefnadögunum sem haldnir voru í júní til þeirra sem hafa áhuga á framtíð bókasafnanna.