Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 28. febrúar kl. 8:30-9:45 í Tækniskólanum við Háteigsveg, Sjómannaskólahúsinu. Fyrirlesturinn verður í Hátíðarsalnum á annari hæð hússins. Að þessu sinni koma Sveinbjörg Sveinsdóttir og Sigrún Hauksdóttir hjá Landskerfi bókasafna og kynna nýja bókasafnskerfið Sierra frá Innovative, sem hefur verið valið til að leysa Gegni af hólmi. Morgunkorninu verður að venju streymt beint á YouTube. 

Skráningareyðublaðið má nálgast hér og skráningu lýkur kl 16:00, mánudaginn 25. febrúar.