Morgunkornin eru að þessu sinni í boði Upplýsingar og því frítt fyrir félagsmenn og nema í bókasafns- og upplýsingafræði. Nauðsynlegt er að skrá sig hér. Þau verða að venju í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu og standa frá 8:30 – 9:45 eða í það lengsta til kl. 10:00. Boðið verður upp á morgunsnarl.


Markmið Morgunkorna er að stuðla að umfjöllun meðal félagsmanna um allt mögulegt sem snýr að stéttinni, faginu og starfinu. Og svo auðvitað að skapa aðstæður til að hittast.


Dagskráin er á þessa leið.


 kl.  Efni
8:45 Örstuttur inngangur 


8:50 Ágústa Pálsdóttir, dósent fjallar um starfsheitið út frá námi (og skorarheiti) í bókasafns- og upplýsingafræði


9:00  Óskar Guðjónsson, formaður stéttarfélagsins SBU fjallar um starfsheitið út frá sjónarhorni kjaramála


9:10  Kristín Arnþórsdóttir, nemi í bókasafns- og upplýsingafræði fjallar um starfsheitið út frá sjónarhóli nema


9:20  Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður Upplýsingar gerir grein fyrir lögfræðilegu áliti um notkun starfsheitisins eins og það birtist nú í lögum.  Glærur hér


9:25  Umræður