Frá bókasafni til samfélags-/menningarhúss


Leiðbeinendur: Pálína Magnúsdóttir, forstöðumaður Bókasafni Seltjarnarness og Guðrún Dís Jónatansdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs


Staður: Kennslustofa Þjóðarbókhlöðu 4. hæð
Tími:     Fimmtudaginn 31 mars. kl. 13-16 = 3 klst.
Verð:     kr. 5.000 til félagsmanna Upplýsingar en kr. 9.000 til annarra.12.000
Skráning: Skráning hér


Námskeiðslýsing:
Bókasöfn á Íslandi eru stödd  á breytingarskeiði og spennandi tímar framundan. Bækur eru í hraðri rafrænni þróun,  hegðun notenda  er að  breytast, notkun og leit að upplýsingum  hefur breyst mikið og eru þetta bara dæmi um breytingar. Hvernig  munu  bókasöfn framtíðarinnar þróast? Verða þau menningarhús, samfélagshús, upplýsingamiðstöðvar, borgaraþjónustur eða blanda af einhverju slíku?


Á námskeiðinu verður meðal annars velt upp spurningu  um hvernig bókasöfnin munu að þróast?  Þá verður fjallað um hvaða kjarnaþjónustu bókasöfnin munu hugsanlega  bjóða til framtíðar.


Til að starfrækja ?lifandi? menningarmiðstöð þarf stefna hennar að vera í sífelldri þróun og endurnýjun til að geta komið til móts við þarfir samfélagsins á hverjum tíma.  Farið verður yfir megináherslur í starfsemi Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og hvernig þær kallast á við þarfir samfélagsins í dag. Rætt verður um mikilvægi bókasafna í menningarmiðstöðvum og þá möguleika sem felast í samstarfi við nærumhverfið á hverjum stað.


Þeir sem mæta á námskeiðið þurfa að leggja sitt af mörkum, geta unnið í hópum og vera virkir þátttakendur.


Athugið að þetta námskeið nær til allra safnategunda.


Markmiðslýsing:


Að loknu námskeiðinu ættu þátttakendur að  • gera sér grein fyrir þeim breytingum sem liggja í loftinu
  • hafa betri yfirsýn yfir möguleikum í þróun
  • eru betur undirbúnir til að móta stefnu til framtíðar

Fyrir hönd Upplýsingar
Margrét Sigurðardóttir