Sigrún Klara Hannesdóttir formaður Upplýsingar (aðalfulltrúi) og Óskar Guðjónsson varaformaður Upplýsingar (varafulltrúi) hafa tekið við sem áheyrnarfulltrúar félagsins hjá Starfsgreinaráði upplýsinga- og fjölmiðlagreina.
 
Frá árslokum 2002 hefur Upplýsing átt áheyrnarfulltrúa hjá SUF. Fyrri áheyrnarfulltrúar voru þær Þórdís T. Þórarinsdóttir fv. formaður (aðalfulltrúi) og Hulda Björk Þorkelsdóttir fv. varaformaður (varafulltrúi) en bókasafnstæknin heyrir undir ráðið. 
 
Nú í vor fékk Upplýsing kr. 500.000 styrk frá menntamálaráðuneytinu til endurskoðunar námsefnis fyrir sérnámið í bókasafnstækni (20 einingar). Sjá nánar um nám í bókasafnstækni í Bókasafninu 2006, bls. 65-74.