Á aðalfundi félagsins s.l. fimmtudag var dr. Sigrún Klara Hannesdóttir kosin nýr formaður félagsins og Óskar Guðjónsson varaformaður. Aðrir í stjórn eru Anna Elín Bjarkadóttir, Unnur R. Stefánsdóttir (kosin á fundinum) og Þóra Jónsdóttir. Úr stjórn gengu þær Hulda Björk Þorkelsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir. Þórdís T. Þórarinsdóttir hefur gegnt formennsku í Upplýsingu allt frá stofnun félagsins árið 2000, hún var einnig í undirbúningshópnum sem vann að sameiningu félaga starfsfólks bókasafna og stofnun félagsins. Áður hafi hún gegnt formennsku í BVFÍ í tæp tvö ár, einnig verið formaður FB í tvö ár og í stjórn Skólavörðunnar og FBR. Á þessu sést að Þórdís hefur lagt mikið að mörkum í félagsmálum stéttarinnar og eru henni færðar bestu þakkir fyrir metnaðarfull, fagleg og fórnfús störf. Í máli Sigrúnar Klöru á fundinum kom fram að félagið nýtur víða mikillar virðingar m.a. í menntamálaráðuneytinu. Nýjasta dæmið er þegar skipa átti í nýja stjórnarnefnd Landssamninga en þá lagði ráðuneytið til að Upplýsing ætti fulltrúa í nefndinni. |