Á Degi bókarinnar þann 23. apríl var kynnt nýtt slagorð fyrir bókasöfn við hátíðlega athöfn í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.


Kynningarnefnd bókasafna efndi fyrir stuttu til verðlaunsamkeppni um slagorð. Tæplega 1040 tillögur bárust nefndinni og aðstoðuðu fagaðilar frá auglýsingastofunni Athygli við valið á besta slagorðinu.


Slagorðið sem varð fyrir valinu er ?Bókasafn ? heilsulind hugans?. Sveinn Þorgeirsson, nemi í íþróttafræði í Háskólanum í Reykjavík sendi inn þessa tillögu og tók á móti viðurkenningu og 100.000 króna verðlaunum úr hendi Sigrúnar Klöru Hannesdóttur, formanns Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða.


Áslaug Óttarsdóttir, formaður Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna afhjúpaði slagorðið með aðstoð Barböru Guðnadóttur, formanns nefndarinnar. Barbara gat þess í ræðu sinni að slagorðið væri að sumu leiti hugsað sem ákveðið mótvægi við þá miklu áherslu sem lögð er á líkamsrækt og -heilsu.  ?Það er alltaf verið að hvetja fólk til að gera átak í hreyfingu og líkamsrækt sem er mjög gott, en einnig er nauðsynlegt að rækta hugann. Með slagorðinu er bent á bókasöfnin sem heilsulind hugans þar sem notendur safnanna geta haldið huganum í góðu formi?.


Með þetta slagorð í farteskinu undirbýr nefndin kynningarátak fyrir öll bókasöfn landsins þar sem leitast verður við að kynna hlutverk bókasafna eins og það er í dag og þá fjölbreyttu þjónustu sem þar er veitt.


Kynningarnefnd þakkar öllum sem sendu inn tillögur í keppnina. 


Nánari fréttir og myndir frá afhendingunni á þessum slóðum


http://ru.is/


http://www.olfus.is/template1.aspx?module=modules/ItemReader.ascx&itemId=354&itemtype=1001


http://sudurland.net/index.php?option=com_content&task=view&id=302&Itemid=14