Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 26. janúar kl 8:30 – 9:45 á Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2 í Mosfellsbæ.
 
Þar fræðir Sigurbjörg Jóhannesdóttir, doktorsnemi í upplýsingafræði, okkur um opinn aðgang en hún hefur mikinn áhuga á þeim efnum og fjallaði m.a. meistaraprófsritgerð hennar í náms- og kennslufræði við Menntavísindadeild Háskóla Íslands um opinn aðgang að niðurstöðum rannsókna á Íslandi og þau tækifæri og áskoranir sem íslenskir háskólar standa frammi fyrir í tengslum við opinn aðgang.
 
Morgunkorninu verður streymt beint á YouTube og mun tengill á streymið verða sendur út bráðlega.
 
Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn.