Vísindaleg útgáfa er nú í höndum sífellt færri risa á útgáfumarkaði, sem hefur leitt til hækkandi verðs. Á sama tíma hefur áhugi á svokölluðum ?opnum aðgangi? verið að aukast.


En hvað er opinn aðgangur? Upphaf þess má rekja til ráðstefnu sem haldin var í Búdapest í desember 2001. Þar var opinn aðgangur skilgreindur sem ?aðgangur án endurgjalds á Interneti til að lesa, hlaða niður, afrita, dreifa, prenta, leita í eða tengja við heildartexta greina … og leyfi til að nota textann löglega en án fjárhagslegra, tæknilegra eða lagalegra hindrana?. Eina skilyrði afritunar og dreifingar efnis í opnum aðgangi er að vitnað sé rétt í höfundinn og hann viðurkenndur sem slíkur.


Það er löngu orðið tímabært, og reyndar bráðnauðsynlegt, að hefja umræðu um opinn aðgang hérlendis í háskólum, rannsóknarsetrum og bókasöfnum um allt land.


Dagskrá:


15:00 Ingibjörg Sverrisdóttir landsbókavörður setur þingið


15:15 Sólveig Þorsteinsdóttir, forstöðumaður bókasafns Landspítalans: Opinn aðgangur. Þróun mála. Yfirlýsingarnar frá Búdapest og Berlin


15:30: Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri á Landsbókasafni: Nordbib og þátttaka Íslands í því verkefni


15:40: Kristín Indriðadóttir, forstöðumaður Menntasmiðju KHÍ: Skemman


15:50:Sólveig Þorsteinsdóttir: Hirslan


16:00 Ian Watson, lektor við Háskólann á Bifröst: Mikilvægi opins aðgangs fyrir fræðimenn


16:10 Ingibjörg S. Sverrisdóttir: Hvað geta Íslendingar gert?


Umræður og fyrirspurnir