Morgunkornin verða haldin, fimmtudaginn 11. mars 2010 kl. 8:30 – 10:00 í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu. Eins og venjulega kostar 1000 kr. fyrir félaga í Upplýsingu en 1500 kr. fyrir aðra. Hér er skráningarslóðin. Fundarefnið er opinn hugbúnaður og notkunarmöguleikar fyrir stéttina. Fyrirlesarar að þessu sinni eru tveir:Sveinn H. Sverrisson, samhæfingarstjóri á Akureyri, mun fjalla um opinn hugbúnað út frá notendasjónarmiðinu. 


Tryggvi Björgvinsson er formaður samtaka um stafrænt frelsi auk þess að vera hugbúnaðarverkfræðingur í doktorsnámi.


Fyrirlestrar: 


Tryggvi Björgvinsson, Upplýsingar um opinn hugbúnað. Glærur hér