Menntamálaráðherra hefur skipað í Ráðgjafarnefnd um málefni almenningsbókasafna frá 1. ágúst 2007 til 31. júlí 2010. Formaður nefndarinnar er Áslaug Agnarsdóttir, sviðsstjóri, tilnefnd af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Aðrir í nefndinni eru Hólmkell Hreinsson, amtsbókavörður, varaformaður, tilnefndur af Upplýsingu og Unnur Brá Konráðsdóttir, sveitarstjóri, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Varamenn í stjórn eru Sveinn Ólafsson, upplýsingafræðingur, tilnefndur af Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Hulda Björk Þorkelsdóttir, forstöðumaður, tilnefnd af Upplýsingu og Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, forseti bæjarstjórnar, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga.