Samstarf og samstaða

Málþing Upplýsingar

24.nóvember 2017

Day(s)

:

Hour(s)

:

Minute(s)

:

Second(s)

Málþing Upplýsingar

Tilgangur málþingsins er að vekja athygli á þörf og mikilvægi þess, að bókasöfnin í landinu og starfsfólk þeirra starfi og standi saman. Erindi og pallborðsumræður fjalla um það sem við erum að gera vel í samstarfi. Við veltum einnig fyrir okkur hvað við getum gert betur og hvaða væntingar við höfum til samstarfs, bæði innan og þvert á safnategundir.

Staðsetningin

Málþingið verður haldið frá kl 13-17 í húsnæði Háskóla Íslands (stofu N-132 í Öskju). 

 

 

Jólagleði Upplýsingar

Strax á eftir málþinginu höldum við hina árlegu jólagleði Upplýsingar. Hún verður haldin á Bókasafni Seltjarnarness, Eiðistorgi 11, 170 Seltjarnarnesi, frá klukkan 18-20. Við njótum léttra veitinga og höfum gaman saman. 

 

Dagskrá málþingsins

Farsímavæn dagskrá: upplysing.is/dagskra

A

13:00 - Setning málþings

Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, formaður Upplýsingar, setur málþingið.

A

13:10 - Aðalfyrirlesari

Mariann Schjeide, formaður norska bókavarðafélagsins.
“Library politics in Norway – the Norwegian Library Association’s approach”

A

14:00 - Örerindi fag- og starfshópa

Fulltrúar fagfélaga og starfshópa íslenskra bókasafna segja frá starfsemi síns félags eða hóps og deila með okkur væntingum til frekara samstarfs. 

Lísa Z. Valdimarsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Kópavogs og varaformaður Samtaka forstöðumanna almenningsbókasafna (SFA).

Þórdís T. Þórarinsdóttir, forstöðumaður Bókasafns Menntaskólans við Sund og fulltrúi samstarfshóps bókasafns- og upplýsingafræðinga í framhaldsskólum.

Astrid Margrét Magnúsdóttir, forstöðumaður Bókasafns og upplýsingaþjónustu Háskólans á Akureyri og fulltrúi stjórnenda háskólabókasafna.

Heiða Rúnarsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á bókasafni Háteigsskóla og formaður Félags fagfólks á skólasöfnum (FFÁS).

A

15:00 - Kaffi

A

15:30 - Ingrid Kuhlman

„Sameinuð stöndum vér, sundruð föllum vér“

Í fyrirlestrinum verður m.a. fjallað um hindranir í samstarfi og farið í atriði eins og tilfinningar, andrúmsloft, þátttöku, áhrif, stjórnun, ágreining og samkeppni.

A

16:15 - Pallborðsumræður

Pallborðsumræður gefa okkur tækifæri til að ræða saman um hvernig okkur finnst samstarf á milli fagfélaga, samstarfshópa og safna vera – innan safnategunda og þvert á þær.

Við pallborðið sitja:

Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir, Landsbókavörður.

Kristjana Mjöll Jónsd. Hjörvar, formaður Upplýsingar.

Pálina Magnúsdóttir, Borgarbókavörður.

Rósa Björg Jónsdóttir, fulltrúi Bókasafns Móðurmáls.

Rósa Harðardóttir, grunnskólakennari á samsteypusafni Norðlingaskóla og Borgarbókasafns.

A

17:00 Málþingi slitið og jólagleði hefst

Jólagleðin hefst kl 18:00 á Bókasafni Seltjarnarness. 

Skráning og skráningargjöld


Almennt gjald á málþing:
7.500kr
Félagar í Upplýsingu: 6.000kr.
Vekjum athygli á að stofnanaaðild í félaginu gefur stofnun kost á að senda einn starfsmann á sama gjaldi og félagsmenn fá.

Almennt gjald á jólagleði: 1.500
Félagar í Upplýsingu og stofnanaðild (fyrir einn starfsmann): Frítt

Við skráningu þarf að greiða skráningargjald inn á reikning félagsins og senda kvittun í tölvupósti á [email protected].

Kennitala: 5712993059
Reiknings nr.: 0111-26-505712

Skráningu lýkur á hádegi mánudaginn 20. nóvember.

 

#samstarfogsamstaða

#upplysing