Halldóra Jónsdóttir og starfsfólkið á bókasafni Akraness ætlar að taka á móti félögum Upplýsingar föstudaginn 23. október og sýna okkur safnið. Upplýsing býður því öllum félögum sem áhuga hafa, til ferðar þangað uppeftir sér að kostnaðarlausu.  Léttar veitingar verða bornar fram og því verður sætaferð á staðinn (fram og til baka auðvitað). Lagt verður af stað kl. 17:15 frá inngangi Borgarleikhússins í Kringlunni og reiknað er með að koma til baka um kl. 21:00 nema það verði ótrúlega mikið fjör… Þeir sem ætla að koma eru beðnir um að skrá sig hér.