Upplýsing og SBU halda vinnustofuna „Stefnumót við framtíðina“ í Þjóðarbókhlöðu 4. hæð kl. 9-11 föstudaginn 5. apríl. Í vinnustofunni verður framtíðin skoðuð í ljósi breytinga á störfum félagsmanna. Umsjón hefur Hrafnhildur Hreinsdóttir. Vinnustofan er öllum félagsmönnum opin hvort sem þeir vinna á skólasafni, sérfræðisafni, skjalasafni eða hvar annars staðar sem þeir eru að starfa og þeim að kostnaðarlausu.


Athugið að vinnustofur fyrir flest almenningssöfnin og skólasöfnin utan Reykjavíkur verða heima í héraði og hafa verið skipulagðar í samvinnu við félag forstöðumanna á almenningssöfnum og er sérstaklega boðað til þeirra.


Skráning fer fram hér