Landsfundur Upplýsingar verður að þessu sinni haldinn á 20. hæð í Turninum við Smáratorg í Kópavogi, dagana 27. og 28. september n. k. Mæting kl. 8.30 á fimmtudeginum. Hátíðarkvöldverður verður kl. 19:00 í Turninum. Eftir hádegi á föstudeginum er dagskrá sem lýkur með kokkteil og þarf að skrá sig í hana. Hún er innifalin í verðinu. Vinsamlegast greiðið þátttökugjaldið inn á reikning 0111 26 505713 kt. 571299-3059 og sendið staðfestingu á [email protected] . Verðið er kr. 24.000.- fyrir félagsmenn en kr. 30.000.- fyrir aðra. Hátíðarkvöldverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi. Bent skal á styrktarsjóði stéttarfélaga en þátttaka í ráðstefnum af þessu tagi túlkast sem námskeið og fræðsla. Frá og með 2. september hækkar gjaldið upp í kr. 29.000.- fyrir félagsmenn og kr. 35.000.- fyrir aðra. Síðasti skráningardagur er 20. september. Fyrir þá sem vilja gista á hóteli er bent á Hótel Smára (http://www.hotelsmari.is ) , sem er í göngufæri frá Turninum. Fyrirspurnir berist til [email protected]   


Drög að dagskrá hér


Skráning á Landsfund Upplýsingar 27. og 28. september 2012 í Kópavoginum.
https://docs.google.com/spreadsheet/viewform?formkey=dFZWWG90WlVKdUI1d0NjT2NkTlVCdUE6MQ


 F. h. Landsfundarnefndar Upplýsingar 2012


Með bestu kveðju,
Margrét Sigurgeirsdóttir