Skráning er hafin á morgunkorn Upplýsingar sem haldið verður fimmtudaginn 10.mars. nk. í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu kl. 8:30-9:45.

Erla Kristín Jónasdóttir og Þórhildur S. Sigurðardóttir segja frá Cycling for Libraries og þriggja landa hjólaferð frá Osló til Árósa í september s.l. Bókasöfnin voru á þriðja tuginn sem heimsótt voru og einnig voru málefni bókasafna, sérstaklega almenningsbókasafna til umfjöllunar.

Þetta verður dulítil ferðasaga með bókasafnsívafi.

Vinsamlegast skráið ykkur hér