Búið er að opna fyrir skráningu á aðalfund Upplýsingar sem haldinn verður miðvikudaginn 11.maí 2016. Fundurinn verður í Bókasafni Kópavogs og hefst kl. 17:30. Á dagskránni eru hefðbundin aðalfundarstörf og í lok fundar verður útnefndur nýr heiðursfélagi Upplýsingar.
Að fundi loknum verður boðið upp á léttar veitingar.