Kæri félagi


Stjórn Upplýsingar ætlar að fara í stefnumótun með það sérstaklega í huga að skoða framtíðarhlutverk félagsins og væntingar félagsmanna til þess. Við viljum gjarnan fá félagsmenn í lið með okkur að skoða þessi mál. Því boðum við til stefnumótunarfundar í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, laugardaginn 26. mars kl. 13-15.

Við hvetjum fólk úr öllum safnategundum, bæði bókaverði og fræðinga af öllu tagi til að mæta og segja álit sitt. Fundurinn verður með þjóðfundarsniði. Vinsamlegast skráðu komu þína hér – svo hægt sé að gera viðunnandi ráðstafanir