Í dag hefst stóra upplestrarkeppnin í þeim grunnskólum landsins sem ákveðið
hafa að taka þátt. Venja er að dagur íslenskrar tungu marki upphaf
keppninnar, sem fram fer innan 7. bekkja. Markmið upplestrarkeppninnar er
að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði.
Hápunktur hennar er að vori þegar hver skóli sendir fulltrúa í lokakeppni í
hverju héraði.

Vefur upplestrarkeppninnar er á slóðinni http://upplestur.hafnarfjordur.is
og þar er hægt að nálgast frekari upplýsingar um keppnina.

Ég minni á að þar er listi yfir ?sigurvegara? síðustu keppni ef bókasöfnum
vantar góða upplesara, sjá
http://upplestur.hafnarfjordur.is/index.php?option=com_content&view=article&id=14&Itemid=26