Nú er hægt að skrá sig á jólagleði Upplýsingar sem verður föstudaginn 3. desember í nýju húsnæði Bókasafns Háskólans í Reykjavík. Það verður gaman að skoða bókasafnið og hvernig til hefur tekist að koma því fyrir í nýja húsinu. Við stefnum að því að eiga ánægjulega stund saman, fá eitthvað gott í gogginn, hlusta á þá Hjört og Gunnar flytja okkur ljúfa tónlist og bara skemmta okkur saman frá kl. 18-21.

Ef einhver vill deila með okkur einhverju skemmtilegu jóla- jóla,  stuttri frásögn, ljóði, brandara eða söng – þá verður opið fyrir slíkt. Svo geta einhverjir orðið heppnir – og farið heim með góða bók! Það er nauðsynlegt að skrá komu sína á hér svo við vitum hve margir koma og getum gert ráðstafanir. Jólagleðin er skuldlausum félögum að kostnaðarlausu. Athugið að Jólagleðin kostar kr. 2000 f. aðra en félagsmenn sem hafa greitt árgjaldið.


Skráning hér