Stjórn Upplýsingar auglýsir til umsóknar ferðastyrki til að sækja ráðstefnur eða fundi á árinu 2008. Reglur Ferðasjóðs Upplýsingar eru á vef félagsins www.upplysing.is undir fyrirsögninni Um félagið . Eyðublað fyrir umsókn er undir fyrirsögninni Eyðublöð.


Þeir sem sendu inn umsóknir eftir aðalfund á árinu 2007 eða gátu ekki notað ferðastyrkinn sem þeir fengu úthlutað 2007 eru hvattir til að senda inn nýja umsókn.


Umsóknarfrestur er til 25 apríl og verður tilkynnt á aðalfundi félagsins, 6. maí hverjir fá styrk að þessu sinni.