Námskeið Upplýsingar verður endurtekið 26. apríl á Akureyri og kennt á sama tíma í fjarkennslu í rauntíma.


Mánudaginn 26. apríl verður hálfs dags námskeið (kl. 13 – 16) um efnið í Háskólanum á Akureyri. Verð er kr. 5.000 fyrir félaga í Upplýsingu en 9.000 fyrir aðra. Skrá mig hér. 


Námskeiðslýsing:
Námskeiðið hefst á því að Ágústa Pálsdóttir, fer yfir hlutverk aðfangastefnu,  innkaupastefnu og grisjunaráætlanir við uppbyggingu safnkosts. Fjallað verður um markmiðið með gerð aðfangastefnu og meginástæður safna fyrir því að setja fram slíka stefnumörkun. Einnig verður fjallað um verkþætti við gerð aðfangastefnu, innkaupastefnu og grisjun.


Í lokin kemur svo Rósa S. Jónsdóttir frá Orkustofnun og segir frá því hvernig þessir þættir hafa þróast á bókasafninu þar. Eins og á svo mörgum stöðum hafa starfsmenn þar þurft að glíma við breytt viðhorf til innkaupa, niðurskurð og áhrif rafrænu þróunarinnar á aðföng og uppbyggingu safnkosts.  Þá mun NN frá Amtsbókasafninu einnig segja frá þróun safnkosts þar.