Í tilefni að Landsfundi Upplýsingar 2010 hefur vefur Upplýsingar, upplysing.is verið endurskoðaður. Farið var ítarlega yfir efni vefsins, það endurskoðað, einfaldað og endurbætt. Vefurinn er nú einfaldari í notkun þannig að bæði  félagsmenn og aðrir eigi auðvelt að finna upplýsingar á honum. Ein af nýjungum á vefnum er innri vefur fyrir félagsmenn. Félagsmenn geta nú skráð sig á innri vefinn og sótt þar ýmsar upplýsingar svo sem lista yfir félagsmenn, náms- og ráðstefnugögn, fréttamola upplýsingar og fleira. Efni á innri vef félagsins mun aukast jafnt og þétt í vetur en einnig munu nýir liðir bætast við á ytri vef.