Aðalfundur Upplýsingar verður haldinn í  Bókasafni Náttúrufræðistofnun Íslands, nýju húsi við Urriðastræti 6-8 í Garðabæ, föstudaginn 29. apríl  kl. 16:30. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum Upplýsingar – sjá nánar hér að neðan. Að aðalfundi loknum tekur við heimsókn í sjálft bókasafnið því Anna opnar dyrnar á nýju húsnæði safnsins upp á gátt fyrir félaga Upplýsingar. Þar fáum við að fræðast um safnið, njóta léttra veitinga og góðs félagsskapar fram til kl. 18:30. Við hvetjum því alla félaga Upplýsingar til að mæta. Nánari upplýsingar og skráningarform verður sent þegar nær dregur.
——————————————————-

Samkvæmt 8. grein samþykkta Upplýsingar um aðalfund segir:

Aðalfund skal halda í maímánuði ár hvert. Til hans skal boðað skrif­lega með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboðinu fylgi dag­skrá fundarins, ásamt tillögum um laga­breyt­ingar, ef ein­hverjar eru.

Dagskrá aðalfundar:

a)             Skýrsla stjórnar.
b)             Skýrslur hópa og nefnda.
c)             Reikningar félagsins.
d)             Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs.
e)             Árgjald.
f)              Lagabreytingar.
g)             Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.
h)             Kosning skoðunarmanna reikninga.
i)               Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.
j)              Önnur mál.

Til þess að draga úr kostnaði, vinnu og óþarfa pappírsnotkun þá telur stjórn Upplýsingar að með útsendingu þessa tölvupóstar  sé boðað bréflega til fundarins og verður því ekki sent fundarboð með pósti. Þá skal tekið fram að engar óskir hafa borist um lagabreytingar.

Með kveðju, fyrir hönd stjórnar Upplýsingar
Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður
[email protected]
GSM: +354 894 8101