Föstudaginn 2. nóvember býður Upplýsingaþjónusta Alþingis félögum Upplýsingar í heimsókn þeim að kostnaðarlausu. Klukkan 16:00 verður tekið á móti okkur í Skála Alþingis og boðið upp á skoðunarferð um Alþingishúsið. Það þarf að skrá sig sérstaklega í hana. Einungis fyrstu 30 komast þar að. Um klukkan 16:45 verður boðið upp á léttar veitingar í Þórshamri við Templarasund 5, þar sem bókasafn og upplýsingaþjónustan eru til húsa. Fleiri komast þar að og hægt er að skrá sig á heimsókn í Þórshamar eingöngu.


Skráning hér