Dr. Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, mætir á næsta Morgunkorn Upplýsingar þann 14. apríl nk. kl. 8:30-9:45 í Bókasafni Dagsbrúnar, Þórunnartúni 2 (4. hæð). Hann mun fjalla um formbreytingu upplýsinga frá prenti til stafrænna forma. Hann fjallar um hlutverk ríkisins í breytingunni, metur hversu langt þróunin sé komin hér á landi, hvað þurfi að gera til þess að ná lengra og fjallar um hvað einkennir upplýsingasamfélag framtíðar. Þá minnist hann á þau markmið sem æskilegt sé að ná með formbreytingunni, lýðræðislega ávinninga af henni og þær hættur sem henni fylgja.


Dr. Haukur Arnþórsson ritar greinarflokk í Kjarnann þessa dagana og hafa fjórar greinar nú þegar birst eftir hann þar sem hann fjallar um upplýsingasamfélagið, þær miklu breytingar sem komið hafa fram á skömmum tíma og þessar miklu áskoranir sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir.
 
Skráning verður auglýst er nær dregur.

Til fróðleiks eru hér tenglar á þær greinar sem birst hafa nú þegar:

Réttmætar væntingar

Rofin fyrirheit – Ísland í hópi þróunarríkja

Upplýsingasamfélag framtíðar – Þróun á ábyrgð ríkisins

Afleiðingar vanrækslu stjórnvalda