Tímarit, fréttabréfFregnir er fréttabréf Upplýsingar og hefur stjórn Upplýsingar veg og vanda af útgáfu þess. Í fréttabréfinu eru birtar fréttir og greinar um það sem er á döfinni í bókasafna- og upplýsingaheiminum á Íslandi og erlendis, fregnir af starfsemi félagsins og nefnda á vegum þess. Að auki eru fréttir af forvitnilegum ráðstefnum og viðburðum sem félagsmenn geta sótt. Eldri tölublöð Fregna 1976-2007 eru aðgengileg á Timarit.is en eldri vefútgáfa Fregna árin 2012-2017 er aðgengileg hér. Tímaritið Bókasafnið kom út árlega frá árunum 1974-2017 en þá varð hlé á útgáfu. Frá árinu 2023 hefur Bókasafnið hafið göngu sína á ný og er það nú gefið út eingöngu rafrænt. Ritstjóri er Hallfríður Kristjánsdóttir. Tímaritið hefur nú verið fært í stafrænt form og birt á vefnum www.timarit.is sem Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn heldur úti.
Útgefin ritÁ leið til upplýsingar. Saga Bókavarðafélags Íslands, aðildarfélaga þess og Félags bókasafnsfræðinga [1960-2004]. Höfundur ritsins er Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðingur og honum til fulltingis starfaði ritnefnd sem skipuð var fimm félagsmönnum í Upplýsingu, þeim Guðrúnu Pálsdóttur, Huldu Björk Þorkelsdóttur, Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur, Kristínu Indriðadóttur og Þórdísi T. Þórarinsdóttur. Ritið kom út á Landsfundi félagsins árið 2004. Það er 317 bls. með myndum og vönduðum heimilda- og hjálparskrám. Upplýsingtækni – eithvað fyrir mig? Upplýsing gaf út bækling árið 2006 fyrir almenning um upplýsingatækni með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Upplýsingar fyrir alla – Þekkingarsamfélagið 2007-2011
Stefna Upplýsingar – Félags bókasafns- og upplýsingafræða. Dreift til félaga með Fregnum 2/2007. Stefnt er að því að senda bæklinginn einnig m.a. til alþingismanna, sveitarstjórnarmanna og fjölmiðla. |
Nordic IFLA Publication 2005
Nordic Libraries and their organisations in the 21st century. Bæklingur sem dreift var til allra þátttakenda á þingi IFLA í Noregi 2005. Í honum er m.a. grein eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur: Libraries go digital. A report from Iceland, bls. 6-7 og Directory – Iceland, bls. 19-20 með tölulegum upplýsingum um landið og upplýsingum um félög tengd bókasafnsfræðum.