Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður fimmtudaginn 23. janúar kl. 8:30-9:45 í Borgarbókasafninu í Grófinni.
Rósa Björg Jónsdóttir, fagstjóri hljóð- og myndskráningar hjá Landsbókasafninu, segir okkur frá Vantanasafni Landsbókasafns Íslands, Háskólabókasafns, en það er einmitt eins ár um þessar mundir. Fjallað verður um hlutverk og tilurð safnsins. Hvað getum við hinn almenni notandi eða bókasöfn gert til að varðveita íslenskan menningararf.
Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn, aðrir greiða 1.000 krónur.
Sendið tölvupóst á [email protected] fyrir greiðsluupplýsingar.
Við vekjum athygli á að stofnanaaðild í félaginu gefur stofnun kost á að senda einn starfsmann frítt á Morgunkornið.
Skráningu lýkur kl. 16:00, þriðjudaginn 21. janúar.