Í glimrandi góðu veðri hittust um 25 starfsmenn bókasafna til að fræðast, ræða saman og skemmta sér þann 13. maí sl. í Háskólanum á Akureyri. Sigurbjörg Rún Jónsdóttir á skóladeild Akureyrar talaði um starfsánægju og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir ræddi um FAB LAB og framtíðina. Lögð var áhersla á að hafa fræðslufundinn óformlegan og í lokin var tími fyrir stutt spjall.
Áhugi er fyrir hendi að gera þetta að árlegum viðburði og ákveðið var að hittast í Verkmenntaskólanum á Akureyri vorið 2017 og skoða FAB LABið sem opnar þar í haust.
Í lokin tóku svo við skemmtilegar umræður á gleðistund á Icelandair hótel.