Kynningarnefnd bókasafna, sem starfar á vegum Upplýsingar og Félags forstöðumanna almenningsbókasafna,  efnir til samkeppni um slagorð til að nota í kynningarátaki fyrir bókasöfn.
Slagorðið þarf að eiga við allar tegundir bókasafna, hvort sem um er að ræða almenningsbókasöfn, skólabókasöfn eða sérfræðisöfn.
Því er ætlað að koma jákvæðum skilaboðum á framfæri um bókasöfn og þarf að vera stutt, grípandi og gott að muna.
 
Hægt er að prenta út veggspjald til kynningar á samkeppninni sem hægt er að nálgast á vefsíðunni  www.bokasafn.is.
 
Frestur til að skila inn hugmyndum er til 20. mars 2008. Upplýsing, félag
bókasafns- og upplýsingafræða veitir 100.000 króna verðlaun fyrir besta
slagorðið.


Verðlaunin verða veitt á degi bókarinnar, þann 23. apríl.
 
Sendið hugmyndir í tölvupósti á  [email protected]
eða merkt „verðlaunasamkeppni“ á: Bæjarbókasafn Ölfuss, Hafnarbergi 1, 815 Þorlákshöfn
  
Kynningarnefnd bókasafna er skipuð eftirfarandi meðlimum: 
Barbara Guðnadóttir, Bæjarbókasafni Ölfuss ? sími: 863 6390
Hólmkell Hreinsson, Amtsbókasafninu á Akureyri
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir, Upplýsingadeild Orkustofnunar
Kristín Ósk Hlynsdóttir, Safnadeild Ríkisútvarpsins
Marta Hildur Richter, Bókasafninu í Mosfellsbæ
Þóra Gylfadóttir, Bókasafns- og upplýsingaþjónustu Háskóla Reykjavíkur