Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar Upplýsingar var haldinn í gær og skiptu stjórnarmenn m.a. með sér verkum.


Dr. Sigrún Klara Hannesdóttir var kostin formaður til tveggja ára á síðasta ári og
Óskar Guðjónsson verður varaformaður til næstu tveggja ár í framhaldi af breytingum á lögum félagsins, sem samþykktar voru á aðalfundinum. Sigrún Guðnadóttir var kosin gjaldkeri, Helga Halldórsdóttir ritari og Hrafnhildur Tryggvadóttir meðstjórnandi, allar til næstu tveggja ára. Varamenn í stjórn eru Þórdís T. Þórarinsdóttir og Hulda B. Þorkelsdóttir til eins árs.

Stjórnarskipti fóru svo formlega fram um kvöldið og færði formaður fráfarandi stjórnamönnum blómvendi í þakklætisskyni fyrir vel unnin störf. Nýir stjórnarmenn voru boðnir velkomnir til  starfa með rós.