Viðurkenninguna hlaut ritið Upp á sigurhæðir. Saga Matthíasar Jochums­sonar. Höfundur er Þórunn Erlu Valdimarsdóttir. JPV útgáfa gefur út.
Mats­nefnd skipuðu þær Bryndís Áslaug Óttarsdóttir,
Elín Krist­björg Guð­brandsdóttir og Þórdís T. Þórarinsdóttir sem hefur verið í forsvari fyrir valnefndina frá upphafi en lætur nú af því starfi. Við formennsku tekur Elín Krist­björg Guð­brandsdóttir og Gróa Finnsdóttir kemur ný inn í nefndina.
Umsögnina í heild sinni má lesa hér í pdf-skjali.

Því miður stóðst engin fræðibók fyrir börn- og unglinga lágmarkskröfur
Upplýsingar. Aðeins þrisvar á þessum 15 árum, síðan viðurkenningarnar hófust, hafa frumsamdar fræðibækur fyrir börn og unglinga staðist lágmarkskröfur.