Föstudaginn 14. mars nk. er blásið til vísindaferðar
fyrir félagsmenn Upplýsingar. Hér er skráningarslóðin:vísindaferð
Upplýsingar

Bókasafn Reykjanesbæjar hefur opnað í nýju og
glæsilegu húsnæði og tekur á móti okkur af því tilefni. Safnast verður í rútu
við Borgarleikhúsið við Kringluna og er mæting þangað í síðasta lagi klukkan
16:15. Rútan mun stoppa á strætóstöð við Bókasafnið í Kópavogi, Hamraborg 6a og
vera þar um klukkan16:35. Við munum ekki hafa tök á því að staldra þar við og
því er best að vera tilbúin á réttum tíma. Úr Kópavoginum verður ekið sem leið
liggur til Reykjanesbæjar þar sem byrjað verður að skoða Duus hús en til gamans
má geta að þennan dag hefst safnahelgi í Reykjanesbæ. Um klukkan 18 er áætlað
að vera á Bókasafni Reykjanesbæjar þar sem Upplýsing býður upp á léttar
veitingar.

Vísindaferðin er félagsmönnum að sjálfsögðu að
kostnaðarlausu