Þá er komið að vísindaferð Upplýsingar og verður hún haldin föstudaginn 17. febrúar nk. 
 
Að þessu sinni heimsækjum við Kvikmyndasafn Íslands og Bókasafn Hafnarfjarðar. Söfnin þarf vart að kynna enda bæði með ákveðna sérstöðu á sínu sviði. Kvikmyndasafn Íslands starfar eftir lögum um skylduskil og kvikmyndalögum og safnar, varðveitir og skráir kvikmyndir og prentað efni sem tengist kvikmyndum með einum eða öðrum hætti. Bókasafn Hafnarfjarðar er almenningsbókasafn en hefur þá sérstöðu að tónlistardeild safnsins er sú stærsta sinnar tegundar í almenningsbókasafni á landinu.
 
Við hefjum leika í Kvikmyndasafni Íslands klukkan 17:00 og förum svo þaðan saman í Bókasafn Hafnarfjarðar þar sem boðið verður upp á veitingar í fljótandi og föstu formi.
 
Sæti í rútu verður í boði, án kostnaðar, fyrir þá sem vilja en það er alltaf svo mikið stuð í rútuferðum!
Rútan leggur af stað frá Mjódd kl 16:40 og keyrir okkur í Kvikmyndasafnið. Hún ferjar okkur svo yfir í Bókasafn Hafnarfjarðar og í lok kvöldsins keyrir hún okkur aftur í Mjódd. 
Nauðsynlegt er að taka fram við skráningu ef sætis í rútu er óskað og sú ósk bindandi.

Smellið hér til að skrá ykkur!
Skráningu lýkur á hádegi miðvikudaginn 15. febrúar.

Dagskráin er eftirfarandi:
 
16:40 – Rúta leggur af stað frá Mjódd – fordrykkur!
17:00 – Heimsókn í Kvikmyndasafni Íslands hefst
18:30 – Heimsókn í Bókasafn Hafnarfjarðar hefst – aðaldrykkir!
20:00 – Rúta leggur af stað frá Bókasafni Hafnarfjarðar og endar aftur í Mjódd
 
Hlökkum til að sjá ykkur!