Upplýsing boðar til aðalfundar félagsins föstudaginn 27. apríl n.k. Fundurinn verður í Bókasafni Menntavísindasviðs við Stakkahlið og hefst kl. 16:30. Að fundinum loknum er boðið til bókasafnsheimsóknar þar sem léttar veitingar verða í boði.

Hér að neðan má sjá tilvísun í 8. gr. um aðalfund félagsins og mun dagskráin verða hin sama utan í lok fundar verða útnefndir heiðursfélagar Upplýsingar.


8. gr. ? Aðalfundur

Aðalfund skal halda í maímánuði ár hvert. Til hans skal boðað skrif­lega með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboðinu fylgi dag­skrá fundarins, ásamt tillögum um laga­breyt­ingar, ef ein­hverjar eru.

Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar.
b) Skýrslur hópa og nefnda.
c) Reikningar félagsins.
d) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs.
e) Árgjald.
f) Lagabreytingar.
g) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.
h) Kosning skoðunarmanna reikninga.
i) Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.
j) Önnur mál.

Aðalfundur telst lögmætur og ályktunar­hæfur sé löglega til hans boðað. Stjórn félags­ins er heimilt að boða til auka­aðal­fundar ef þörf krefur. Skal hann boðaður á sama hátt og aðal­fundur.
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagar.