Dagana 11.-12. maí s.l. var 15. árlegur fulltrúaráðsfundur EBLIDA – Samtaka evrópskra bókavarða- og skjalastjórnunarfélaga – haldinn hér á landi, sjá http://www.eblida.org/index.php?page=reykjavik-index.

Nánari upplýsingar um EBLIDA, sjá m.a. Bókasafnið 2002, http://www.bokasafnid.is/26arg/ttt02.html.

Formaður Upplýsingar – Félag bókasafns- og upplýsingafræða sá um skipulagningu fundarins í samvinnu við EBLIDA. Fundirnir voru haldnir í Þjóðarbókhlöðu og Norræna húsinu. Um var að ræða um 35 manna fund.

Daginn áður, fimmtudaginn 10. maí, var fundur framkvæmdanefndar EBLIDA haldinn var í Þjóðarbókhlöðu.