Bókasöfn gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, þau veita aðgengi að bókmenntum, tón- og myndlistarefni og þar má fá aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleit. Almenningsbókasöfn eru auk þess menningarmiðstöðvar og samkomuhús þar sem fólk getur dvalið löngum stundum. Bókasöfn skipta sköpum fyrir lestraruppeldi og bókmenningu í landinu. Því má segja með sanni að lestur er bestur á bókasöfnunum.


Í dag birtir Upplýsing veggspjald yfir 100 bestu barna- og unglingabækurnar sem starfsmenn bókasafnanna hafa valið. Hér má nálgast veggspjaldið. Margir tóku þátt í þessu vali og má segja að skipting á milli þýddra og frumsamdra bóka sé nokkuð jöfn.


Þá birtir Upplýsing verðlaunastuttmyndina „Sveitalestur“ sem þeir Atli Arnarsson og Gísli Gíslason gerðu um slagorð dagsins: „Lestur er bestur“ . Þótti myndin koma þeim skilaboðum vel á framfæri auk þess að vera fallega tekin og klippt. Stuttmyndasamkeppninni var beint til nema í framhaldsskólum landsins.



og hér er hægt að hlaða henni niður í .mov formatti:
http://www.mediafire.com/?5x3imh217rawjnc