Á Leonardo styrk og hælaháum skóm í bókasöfnum Berlínarborgar.
Þann 16. nóvember síðastliðinn var haldinn morgunverðarfundur á vegum Upplýsingar þar sem  kynnt var ferð nokkurra bókasafnsfræðinga til Berlínar, en fenginn var styrkur frá Leonardo áætlun Evrópusambandsins til fararinnar.
Nú eru komnar glærur frá fundinum inn á vefinn. 
 
Landsfundur Upplýsingar var haldinn á Hótel Selfossi 6. og 7. október síðastliðinn, undir yfirskriftinni Fjölbreytni í fyrirrúmi
Glærur frá flestum fyrirlesurum eru komnar inn á vefinn.  


Myndir frá landsfundi Upplýsingar eru komnar inn í myndagallerí vefsins.
 
Upplýsingar um ráðstefnur eru uppfærðar mánaðarlega – í byrjun hvers mánaðar. 

Fundargerð sjöunda aðalfundar Upplýsingar sem haldinn var í Bókasafni Seltjarnarness þann 16. maí síðastliðinn er komin á vefinn.


Dreifnám fyrir alla – nám með vinnu
Í haust býður Borgarholtsskóli upp á dreifnám í upplýsinga- og margmiðlunartækni sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem eru í vinnu eða öðru námi . Nánari upplýsingar hér.
 
Skýrsla stjórnar frá 9. maí 2005 – 16. maí 2006 er komin á vefinn. 
 
Framkvæmdaáætlun stjórnar 2006 – 2007 er einnig komin á vefinn.

Alexandríuyfirlýsingin um upplýsingalæsi og símenntun
                                                              
Eldri árgangar Bókasafnsins
Nokkuð hefur verið spurt um eldri árganga Bókasafnsins. Blaðið er til heilt frá 14. árgangi, 1990  …skoða verðskrá 
                                                             
Bloggsíða Upplýsingar
á slóðinni www.blog.central.is/upplysing – þeir sem vilja koma efni inn á síðuna geta sent póst á netfangið [email protected]


Minnum á skoðanakönnun fræðslu- og skemmtinefndar Upplýsingar 
                                                              
Nordic IFLA Publication 2005

Alþjóðleg dagsráðstefna um bókasafns- og upplýsingamál var haldin á Hótel Sögu 23. ágúst síðastliðinn. Ráðstefnan var samstarfsverkefni Upplýsingar og Bókasafns- og upplýsingafræðiskorarinnar í Háskóla Íslands.
 


Sjötti aðalfundur Upplýsingar var haldinn í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu mánudaginn 9. maí síðastliðinn.  Nú eru komnar inn á vefinn lagabreytingar sem samþykktar voru á fundinum og fréttatilkynning vegna vals á fræðibók fyrir árið 2004.


Skýrsla stjórnar frá starfsárinu 2003-2004                                                              

Mel Collier, yfirbókavörður Háskólabókasafnsins í Leuven, flutti fyrirlestur í Kennaraháskóla Íslands 29. apríl 2005. Fyrirlesturinn nefnir hann „Why do people want digital libraries“ 
 
Á stjórnarfundi NVBF í Reykjavík 4. mars sl. kynnti René Steffensen, annar dönsku fulltrúanna í stjórninni, tvo litla bæklinga sem Danmarks Forskningsbiblioteksforening og Bibliotekarforbundet hafa gefið út.
Idékatalog (nóv. 2004), þ.e. hugmyndir um markaðssetningu rannsóknarbókasafna, eða „… hvordan forskningsbibliotekerne kan forbedre deres profil i forhold til beslutningstagere, bibliotekets brugere, nuværende som kommende medarbejdere samt den bredere offentlighed.“
Handlingsplan 2005-2007 (febr. 2005) fjallar svo um hvernig hrinda á hugmyndunum í Idékatalog í framkvæmd.


Árleg heimsráðstefna IFLA um bókasafns- og upplýsingamál verður haldin í Osló dagana 14.-18. ágúst næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Libraries ? a Voyage of Discovery. Óvenjumörg námskeið eru haldin í kringum ráðstefnuna og til hægðar­auka er hér að finna lista yfir þau. Stjórnin hefur óskað eftir því við Sendi­ráð Íslands í Osló að það taki á móti félagsmönnum þegar sendiráðsmóttakan er á dagskrá miðvikudaginn 17. ágúst. … meira
 
Nemendur í bókasafnstækni útskrifaðir í fyrsta skipti
Þann 18. desember síðastliðinn voru 87 nemendur brautskráðir frá Borgarholtsskóla. Þar á meðal voru 23 nemendur sem stundað hafa dreifnám í bókasafnstækni á upp­lýsinga- og fjöl­miðlabraut síðast­liðin tvö ár… meira
 
Landsfundur Upplýsingar var haldinn á Hótel Sögu 16. og 17. september síðastlitðinn.  Glærur frá flestum fyrirlesurum eru komnar inn á síðuna.r
Einnig eru komnar inn myndir sem Alda Sverrisdóttir tók, bæði í útgáfuteitinu í Þjóðarbókhlöðunni og á hátíðarkvöldverði á Hótel Sögu. Þær má skoða í myndagalleríi vefsins.
 
Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 2003 – 2004 er komin inn á vefinn.                                                              

Fimmti aðalfundur Upplýsingar var haldinn í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu, mánudaginn 10. maí síðastliðinn.  Dagskrá fundarins má sjá hér. 

Saga bókavarðafélaga Íslandi á árunum 1960 – 2002 er nú komin út, á vegum Upplýsingar.  Fullgildum félögum í Upplýsingu gefst kostur á að fá bókina á sérstöku tilboðsverði  … sjá nánar
 
Kynning á MLIS námi við Háskóla Íslands
Þriðjudaginn 6. apríl stóð Upplýsing fyrir kynningu á nýju mastersnámi í bókasafns og upplýsingafræði við Háskóla Íslands.
Kynningin fór fram í Lögbergi og var í höndum Jóhönnu Gunnlaugsdóttur skorarformanns í bókasafns- og upplýsingafræðiskor. Hér má sjá glærur frá kynningunni.